Sunday, April 6, 2008

Velkomin á síðuna okkar vinir og ættingjar nær og fjær! (English below)

Við vonum svo sannarlega að sem flestir sjái sér fært að mæta í Tungurnar og gleðjast með okkur á brúðkaupsdaginn okkar, þann 28. júní næstkomandi.

Tilgangurinn með þessari síðu er að veita ykkur nánari upplýsingar um tilhögun brúðkaupsins.

Athöfnin fer fram í Haukadalskirkju en það er lítil kirkja rétt hjá Geysi í Haukadal. Sagan á bakvið valið á þessum stað er sú að foreldrar Binna, Jón og Sigga, eiga sumarbústað í næsta dal, Helludal. Þar höfum við hjónaleysin eytt ófáum dögum á síðustu árum og eigum að öllum líkindum eftir að vera með annan fótinn þar á næstu árum og áratugum (þó eigi lengur sem hjónaleysi).

Dag einn í ágúst í fyrrasumar fórum við í göngutúr í hinum íðilfagra Haukadalsskógi og rákumst þar á þessa fínu litlu kirkju og féllum kyllliflöt fyrir henni. Kirkjan stendur við bæjarstæði gamla Haukadalsbæjarins þar sem búið var frá landnámi og fram á 20. öld. Nú stendur kirkjan ein eftir.















Veislan verður haldin á Hótel Geysi sem er í 2km fjarlægð frá kirkjunni. Í veislusalnum er prýðisgott útsýni yfir hverasvæðið og í tilefni dagsins ætlar staðarhaldari að henda 100kg af grænsápu í Geysi gamla og fá hann þannig til að gjósa! Strokkur þarf enga hjálp.

Til gamans má geta að myndin á boðskortinu sem ykkur hefur borist sýnir allt "sögusviðið" þ.e. kirkjuna, gamla Haukadalsbæinn og Beiná sem rennur þar hjá. Geysissvæðið sjálft er í bakgrunni og lengst til hægri sést svo inní Helludal. Hinir prúðbúnu sveitungar í forgrunni myndarinnar eru augljóslega í góðum gír og til í að sletta úr klaufunum. Við ættum að taka þau okkur til fyrirmyndar.

Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar um gistinguna sem í boði er. Smátt og smátt munum við svo setja hér inn nánari upplýsingar um praktíska (og jafnvel ópraktíska) hluti. Svo kíkið reglulega hingað inn. Í millitíðinni, ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið þið bara samband.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Mæja og Binni

Nánar um gistinguna

Við vonum að sem flestir geti gist á svæðinu að veisluhöldum loknum. Það er auðvitað tilvalið að gera skemmtilega helgi úr þessu. Hér eru nánari upplýsingar um þá kosti sem eru í boði.

Hafið beint samband við gististaðina til að panta, ekki okkur, til að koma í veg fyrir rugling.

Gistingin á Hótel Geysi er í litlum húsum rétt við hótelið, 2 herbergi í hverju húsi.
Herbergið er á 12.000kr fyrir tvo (10.000 fyrir einn) með morgunverðarhlaðborði.
Hægt er að bæta við aukarúmi (fyrir einn fullorðinn) og þá er verðið 15.250 fyrir þrjá í herbergi með morgunverðarhlaðborði.
"Lúxus"herbergi er á 15.000 fyrir tvo með morgunverðarhlaðborði, fyrir þá sem vilja hafa það extra náðugt.

Hafið samband í síma 480 6800 eða á geysir@geysircenter.is til að bóka (n.b. það þarf ekki endilega að tala við Mábil, skipuleggjarann okkar, aðrir starfsmenn hótelsins geta að sjálfsögðu tekið við bókunum).

Gistiheimilið Geysir
Gistiheimilið er alveg við hliðina á hótelinu, nýuppgert og huggulegt. Double og twin herbergi í boði. Verð 10.100kr án morgunverðs (hann er 900 kr auka).
Hafið samband við Ágústu, gsm 893 8733 eða á info@geysirgolf.is.

Staðsett í Brattholti, 7 min akstur frá Geysi.
2ja manna herbergi 16.000kr með morgunverði, eins manns 11.000, 3ja manna 19.500.
s. 486 8979, info@hotelgullfoss.is.

Húsið, Reykholti (20 min akstur frá Geysi)
7.500 kr fyrir 2ja manna herbergi án morgunmats (hann er 1.200 auka). S. 486 8680, husid@best.is.

Svo má nefna að sniðugt gæti verið að dvelja í sumarbústað, þeir eru jú fjölmargir þarna í grenndinni. Að ógleymdu tjaldstæðinu á Geysi fyrir þá ævintýragjörnu :) Það kostar bara 800 kr nóttin en þarf ekki að panta fyrirfram.

Hægt er að gista annarsstaðar og koma samt í morgunverðarhlaðborðið á Hótel Geysi, þar sem við brúðhjónin verðum. Hann þarf bara að panta fyrirfram (1.150 kr).

Gistinguna þarf að panta fyrir 28. maí (herbergi eru frátekin fyrir hópinn til þess tíma á öllum þessum stöðum nema Hótel Gullfossi). Athugið að takmarkaður fjöldi herbergja er í boði á hverjum stað fyrir sig, en það á að vera næg gisting fyrir alla á þessum stöðum samanlagt. Ef fólk verður mjög dreift þá ætlum við að athuga hvort að hægt sé að fá einhvern til að skutla fólki á sinn gististað eftir veisluna til að það þurfi ekki margir að vera á bílum - við látum vita.

Dear friends and family abroad - welcome to our wedding website

We sincerely hope that as many of you as possible will be able to celebrate with us on our wedding day, 28th June. The purpose of this website is to inform you in more detail about the wedding.

The ceremony will take place in Haukadalskirkja church, a little church located near the world-famous Geysir hot spring, a 1 1/2 hours drive from Reykjavik. (Dear old Geysir sadly doesn't spout anymore but his little brother Strokkur does every 10 minutes or so, so don't worry!).

The reason why we chose this place is that Binni's parents own a summer house in the area and we have spent so many great holidays here.

You can see the church and the old farm which used to stand beside it on the front of the invitation card, with the Geysir area in the background. The people in the image are obviously having a good time too, as we are planning to imitate of course!

The reception will be held at Hotel Geysir, which is located about 2km from the church. There is a great view of the hot spring area from the reception room, so when you return home you can boast about not only having seen the hot spring Strokkur explode 2 or 3 times like the average tourist, but for a whole evening!

Here is some more information about the accommodation. Please book directly, not through us.

The accommodation here is in separate little houses, 2 rooms per house.
Double room 12.000 ISK incl breakfast buffet. It's possible to get extra beds for a small extra charge.
"Deluxe" room 15.000 ISK incl breakfast buffet.

Call +354 480 6800 or e-mail geysir@geysircenter.is to book (our wedding planner's name is Mabil, but other staff can administer the booking as well).

Geysir Guesthouse
The guesthouse is right next to the hotel. Double and twin rooms, 10.100 ISK without breakfast (an extra 900 ISK). Contact Agusta, tel +354 8938733 or info@geysirgolf.is to book.

Located 7 mins drive from Geysir.
Double/twin room 16.000ISK incl breakfast, single 11.000, 3 people 19.500.
Tel: +354 486 8979, info@hotelgullfoss.is.

Husid (The House), Reykholt (20 mins drive from Geysir)
7.500 ISK for a double room without breakfast (1.200 extra). Tel. +354 486 8680, e-mail: husid@best.is.

Then there's the campsite of course, for the adventurous folks :) It's only 800 ISK and no need to book.

Note that it's possible to stay elsewhere but to still have breakfast at the hotel where we will be staying. You just need to book ahead (1.150 ISK).

Accommodation needs to be booked by 28th May (we have reserved rooms for guests until that time at all of the places except Hotel Gullfoss where it's not possible).
We'll be adding more information here from time to time, so check regularly for updates. In the meantime, if you have any questions, please contact us. We look forward to seeing you in June!

Maja and Binni.















No comments: