Saturday, April 19, 2008

Binni og Mæja gegnum árin...Binni and Maja through the years...

2001: Örlagaríkt kvöld / The party where we first met
Skemmtileg mynd, tekin í úrskriftarpartýi hjá Rúnari Pálmasyni vini okkar í október 2001. Þarna hittumst við fyrst. Þegar myndin var tekin þekktumst við ekki neitt en ef hún er skoðuð vel má greina lítinn neista rétt fyrir neðan ginglasið sem Úlli er að sveifla í takt við músíkina.

Af litlum neista verður oft mikið bál!
Eins og glöggt má sjá vorum við í góðu stuði þetta kvöld.

















2002 - 2003: Pint o' lager and a packet of crisps, please
Kvöld á ónefndum pöbb í Bristol (líklega eitt af eftirfarandi nöfnum: King's Head, Coach & Horses, Black Swan, White Lion) . Þessi mynd er nú ekki sérlega vel tekin og má kannski kenna um hressum og líklega ekki allsgáðum "vinum" sem við eignuðumst þetta kvöld, sem tóku myndina. En það sem er gott við þessa mynd er að hér má sjá gott dæmi af ekta-lókal pöbb í UK, en við eyddum ófáum kvöldunum og jafnvel dögunum á slíkum stöðum þegar við bjuggum þar og söknum þeirra mikið. Á myndinni er stemmningin eins og hún gerist best. Ferskur bjór í hendi, líklega eitthvað gott lag með Supertramp í djúkboxinu, fastakúnnarnir að tjatta við barþjóninn, lítil kúlheit í innréttingum og kúnnum (til hvers?), og ef menn rýna vel á krítartöflurnar þá má sjá að í boði er m.a.s. "all day breakfast" og "liver and onion". Gerist ekki betra.

















2005: (Mexican) Teenage Mutant Ninja Turtle
Hér erum við að berjast við risaskjaldböku í Mexíkó. Nei án gríns þá var þetta mögnuð upplifun, þ.e. fyrir okkur ekki fyrir skjaldbökugreyið eftir andlitinu á henni að dæma. Hún var bara að svamla um þarna í sjónum minding her own business eins og maður segir þegar við rifum hana upp til að...hmm... geta tekið mynd af okkur með risaskjaldböku. Nei nei. Við nýttum tækifærið og fórum í 6 vikna ferðalag um Mexíkó og Guatemala svona rétt áður en við fluttum heim í "pakkann". Magnað ferðalag. Myndin var tekin einhversstaðar í Kyrrahafinu, í alfaraleið kókaínsmyglara frá Kólumbíu. Látum það duga.



















2006: María María....camping tour (matching sunglasses and clothes not on purpose!)
Þórsmerkurferðalag sumarið 2006.
Ha? Hjónasvipur hvað?



















2007: Orðin þrjú / Three's company
Stolt með frumburðinn 3 vikna. Hann Sveinn Marinó okkar verður eins árs 2. júlí og mun tvímælalaust halda uppi rífandi stuði í Tungunum með okkur.

No comments: