Sunday, May 18, 2008

Veislustjórar / Hosts

Við höfum fengið góða vini okkar, Arnar Frey Vilmundarson og Rúnar Pálmason, til að stjórna veislunni.

Báðir eru þeir afar miklir bullukollar en gríðarlega vel gefnir.
Okkur fannst þeir því tilvaldir í veislustjórn.

Arnar er mikill garpur en hefur að undanförnu vakið verðskuldaða athygli sem fjármálaspekúlant og "treider".
Kallinn kann karate, spilar á gítar, var fyrirliði B-liðs old boys Gróttu í handbolta og keyrði traktor áður en hann lærði að lesa.
Hans helsta afrek er þó að vera valinn bæði fegursti og sterkasti maður Nessins (samkeppnin var jú gríðarleg).
Síðan eru liðin mörg ár.

Sumum finnst hann nokkuð fyndinn.

Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð.
























Rúnar er nú eiginlega meiri garpur.
Þegar hann er ekki að hella í sig sénivér á blaðamannafundum í Karphúsinu unir hann sér best við tvísýnar aðstæður á hafi úti, ölduhæð minnst 3 metrar, þanglufsur í hárinu og hrognkelsi á sveimi.
Þessir kayak-kallar eru nettir nöttarar!

Nýlega hefur Rúnar fundið þörf fyrir að eyða frítíma sínum ofan í jökulsprungum á inniskónum einum fata.
Sálfræðingum hefur ekki enn tekist að finna skýringu á þessari hegðun.

Já sannkallaður járnkarl enda borðar hann helst gaddavír ofan á brauð.

Ég veit ekki til þess að hann hafi tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Býst nú eiginlega ekki við því.

Rúnar er vinstra megin á myndinni - eitthvað lemstraður á hægra auga.
Góður göngufélagi.




















Sem sagt góðir gaurar og afar sneðugir í þokkabót...svo þetta ætti allt saman að ganga prýðilega.

Þeir sem vilja hafa samband við veislustjóra skulu ekki hika við það. Þeir munu setja saman dagskrá kvöldsins.

Arnar: s. 8999893, arnarfv@hotmail.com
Rúnar: s. 8993745, runarp@mbl.is

Our party hosts will be two good friends of ours, Arnar and Runar.
They are typical crazy Icelanders. But due to their extreme talents, braveness and intelligence we think they are superbly fit to be hosts.
Arnar can boast of knowing karate, playing the guitar, being able to find his way through the complicated financial world and of having learnt to drive a tractor before learning to talk. He was also voted the most handsome and strongest man of Seltjarnarnes town (pop. 4,000) in his youth (the competition was of course, extremely fierce). He is even considered to be a pretty funny guy by some. But pictures say more than a thousand words (see above).
Runar is no less of a brave man. When he's not downing the drinks at press conferences he likes to head out to sea in his kayak in very risky weather (waves not under 3 metres high), with seaweed tangled in his hair and surrounded by lumpfish. Runar's latest craze is to spend all his free time down in glacier crevices, wearing only slippers. Psychologists have been unable to explain this peculiar behavour. We don't know if he's ever taken part in a beauty contest. We doubt it (despite his good looks). Above is a photo of Runar on a hiking trip, having hurt his right eye, poor thing. Hardy chap.
So...these guys surely must be able to handle a party.
Their contact information:
Arnar: tel. +354 8999893, arnarfv@hotmail.com
Rúnar: tel. +354 8993745, runarp@mbl.is

No comments: