Kæru brúðkaupsgestir, til sjávar og sveita. Við þökkum ykkur kærlega fyrir að þiggja boðið og hlökkum svo sannarlega til þess að sjá ykkur í sveitinni á brúðkaupsdeginum okkar.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins.
Athöfn í Haukadalskirkju kl. 17
Athöfnin verður í Haukadalskirkju sem er 2 km frá Geysi í Haukadal. Um 1 1/2 klst tekur að keyra á Geysi frá Reykjavík. Best er að fara í gegnum Grímsnesið, framhjá Kerinu og gegnum Reykholt. Einnig er hægt að fara í gegnum Laugarvatn.
Þeir sem gista á Hótel Geysi geta innritað sig frá kl. 14. Hótelið er beint á móti Geysissvæðinu.
Rútur munu fara frá aðalbílastæðinu við Hótel Geysi um kl. 16.30. Þær munu ferja gesti til og frá kirkju. Ástæðan fyrir þessu er að fremur lítið pláss er fyrir bíla við kirkjuna og erfitt að ganga í hælaskóm uppeftir malarveginum sem liggur að henni. Fyrir þá sem vilja koma á bíl beint að kirkju, þá er skilti alveg við Geysisvæðið sem á stendur Haukadalsskógur - og kirkja. Fylgið því.
Athöfnin hefst kl. 17 og mun Séra Bolli Pétur Bollason gefa okkur saman.
Við viljum biðja gesti um að hafa í huga að Haukadalskirkja er lítil sveitakirkja með takmarkað sætaframboð. Einhverjir gestir verða því að vera fyrir utan kirkjuna meðan á athöfn stendur. Umhverfi kirkjunnar er mjög fallegt og skjólsælt svo það ætti að fara vel um alla gesti. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þennan dag, en við mælum með regnhlífum ef spáð er rigningu.
Í athöfninni verður sunginn sálmur nr 591. Hægt er að kynna sér hann hér: http://www.kirkjan.net/ (rafsálmar - sálmabók - 591). Gaman væri ef sem flestir gætu tekið undir í söngnum.
Veisla á Hótel Geysi eftir athöfn (ca. kl. 18)
Eftir athöfn fara rútur tilbaka að Hótel Geysi. Þar verður móttaka og skálað í fordrykk, svo sest að kvöldverðarborði. Eftir kvöldverð mun gleðibandið Ölfus, skipað hressum strákum úr nærliggjandi sveitum, leika fyrir dansi.
Við minnum á gjafalistann okkar og upplýsingar um veislustjóra, hér fyrir neðan í eldri færslum.
Þá sjáumst við hress og kát 28. júní!
Dear guests. We would like to thank you for accepting our wedding invitation and look very much forward to meeting you in Iceland in a few weeks' time.
Below is the wedding day programme.
Ceremony in Haukadalskirkja church at 5 pm.
The ceremony will be held at Haukadalskirkja church, which is located 2 km from Geysir. It takes about 1 1/2 hours to drive to Geysir from Reykjavik. It is best to drive through Hveragerði, turn left into Grímsnes (before Selfoss), go past the Kerið crater and through Reykholt. It is also possible to go through Laugarvatn.
Check-in at Hotel Geysir is from 2 pm. The hotel is directly opposite the Geysir hot spring area.
Mini busses will drive guests to and from the church. They will leave the main car park at the Hotel at around 4.30pm. The reason for this is that parking by the church is limited and we don't want the ladies ruining their high-heeled shoes on the gravel path leading up to the church. For those who want to arrive by car there is a sign right by the Hotel and Geysir area saying "Haukadalsskógur and Haukadalsskirkja". Follow that.
The ceremony will start at 5 pm, directed by Minister Bolli Pétur Bollason.
We would like to inform guests that Haukadalskirkja church is a small country church and has limited seating. Some guests will therefore have to stand outside. The environment of the church is very nice and relatively sheltered, so all guests should be comfortable. We hope for the best regarding the weather, but it wouldn't be a bad idea to grab an umbrella in case the weather gods don't agree with us.
Reception at Hotel Geysir after ceremony (ca. 6 pm)
After the ceremony the mini busses will take guests back to Hotel Geysir. First there will be a standing reception and toast, after which we sit down to have dinner. After dinner, local band Ölfus should keep us dancing into the night.
Note that information on our gift list and our hosts can be found below in older posts.
See you on the 28th!