Monday, June 9, 2008

Dagskrá brúðkaupsdagsins 28. júní / Wedding Day Programme

Kæru brúðkaupsgestir, til sjávar og sveita. Við þökkum ykkur kærlega fyrir að þiggja boðið og hlökkum svo sannarlega til þess að sjá ykkur í sveitinni á brúðkaupsdeginum okkar.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins.

Athöfn í Haukadalskirkju kl. 17



Athöfnin verður í Haukadalskirkju sem er 2 km frá Geysi í Haukadal. Um 1 1/2 klst tekur að keyra á Geysi frá Reykjavík. Best er að fara í gegnum Grímsnesið, framhjá Kerinu og gegnum Reykholt. Einnig er hægt að fara í gegnum Laugarvatn.

Þeir sem gista á Hótel Geysi geta innritað sig frá kl. 14. Hótelið er beint á móti Geysissvæðinu.

Rútur munu fara frá aðalbílastæðinu við Hótel Geysi um kl. 16.30. Þær munu ferja gesti til og frá kirkju. Ástæðan fyrir þessu er að fremur lítið pláss er fyrir bíla við kirkjuna og erfitt að ganga í hælaskóm uppeftir malarveginum sem liggur að henni. Fyrir þá sem vilja koma á bíl beint að kirkju, þá er skilti alveg við Geysisvæðið sem á stendur Haukadalsskógur - og kirkja.
Fylgið því.


Athöfnin hefst kl. 17 og mun Séra Bolli Pétur Bollason gefa okkur saman. 




Við viljum biðja gesti um að hafa í huga að Haukadalskirkja er lítil sveitakirkja með takmarkað sætaframboð. Einhverjir gestir verða því að vera fyrir utan kirkjuna meðan á athöfn stendur. Umhverfi kirkjunnar er mjög fallegt og skjólsælt svo það ætti að fara vel um alla gesti. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þennan dag, en við mælum með regnhlífum ef spáð er rigningu.

Í athöfninni verður sunginn sálmur nr 591. Hægt er að kynna sér hann hér: http://www.kirkjan.net/ (rafsálmar - sálmabók - 591). Gaman væri ef sem flestir gætu tekið undir í söngnum. 


Veisla á Hótel Geysi eftir athöfn (ca. kl. 18)




Eftir athöfn fara rútur tilbaka að Hótel Geysi. Þar verður móttaka og skálað í fordrykk, svo sest að kvöldverðarborði.

Eftir kvöldverð mun gleðibandið Ölfus, skipað hressum strákum úr nærliggjandi sveitum, leika fyrir dansi.

Við minnum á gjafalistann okkar og upplýsingar um veislustjóra, hér fyrir neðan í eldri færslum. 


Þá sjáumst við hress og kát 28. júní!










Dear guests. We would like to thank you for accepting our wedding invitation and look very much forward to meeting you in Iceland in a few weeks' time.

Below is the wedding day programme.

Ceremony in Haukadalskirkja church at 5 pm.

The ceremony will be held at Haukadalskirkja church, which is located 2 km from Geysir. It takes about 1 1/2 hours to drive to Geysir from Reykjavik. It is best to drive through Hveragerði, turn left into Grímsnes (before Selfoss), go past the Kerið crater and through Reykholt. It is also possible to go through Laugarvatn.

Check-in at Hotel Geysir is from 2 pm. The hotel is directly opposite the Geysir hot spring area. 

Mini busses will drive guests to and from the church. They will leave the main car park at the Hotel at around 4.30pm. The reason for this is that parking by the church is limited and we don't want the ladies ruining their high-heeled shoes on the gravel path leading up to the church. For those who want to arrive by car there is a sign right by the Hotel and Geysir area saying "Haukadalsskógur and Haukadalsskirkja". Follow that. 

The ceremony will start at 5 pm, directed by Minister Bolli Pétur Bollason.

We would like to inform guests that Haukadalskirkja church is a small country church and has limited seating. Some guests will therefore have to stand outside. The environment of the church is very nice and relatively sheltered, so all guests should be comfortable. We hope for the best regarding the weather, but it wouldn't be a bad idea to grab an umbrella in case the weather gods don't agree with us. 

Reception at Hotel Geysir after ceremony (ca. 6 pm)

After the ceremony the mini busses will take guests back to Hotel Geysir. First there will be a standing reception and toast, after which we sit down to have dinner. After dinner, local band Ölfus should keep us dancing into the night.

Note that information on our gift list and our hosts can be found below in older posts. 

See you on the 28th!



Thursday, June 5, 2008

Rallýmaðurinn / The Rally man

Arnar, veislustjóri, tekur þátt í Mongolíu rallýinu stuttu eftir brúðkaupið. Sjá nánar í frétt dagsins í Mogganum:
Á methraða til Mongolíu.

Kappinn er með heimasíðu. Um að gera að styrkja gott málefni og kaupa eitt stykki bol.

"Með merarmjólk í annarri og Genghis Kahn vodka í hinni".

Svona gæti hún hljómað fyrirsögnin í Mogganum 5. júní 2013.

"Lesið um Frexið sem settist að í Mongólíu eftir að hafa unnið rallýið mikla sumarið 2008. Á nú 17 börn, 10 eiginkonur og 1300 uxahalasúpuverksmiðjur. "

Munið að taka þétt í spaðann á kappanum þann 28. júní.

Icelandic newspaper Morgunbladid reports today that our host Arnar will compete in the Mongol rally in July. We are glad that the rally doesn't take place until after the wedding as we suspect that it will take him and his team mate a little while to drive over 15.000 km in a 1988 Suzuki Samurai with a 940cc engine.
Frétt - Á methraða til Mongolíu
Mongol Rally







Wednesday, June 4, 2008

Fréttaskot / News bulletin

Geysir gamli hefur ákveðið að rísa upp frá dauðum okkur til heiðurs! Svæðið er greinilega að komast í partýgírinn:

Good old Geysir has decided to come to life again in our honour! The Geysir area is clearly getting ready for a party:

Geysir Revived by Earthquake

Geothermal activity in Southwest Iceland has been on the rise since last Thursday’s earthquake . Geysir, Iceland’s largest hot spring, which has been largely dormant for years, has been heating up since Thursday and even erupting occasionally. Meanwhile eruptions in Strokkur, a smaller hot spring located next to Geysir, have been far more powerful than usual. Morgunbladid reports.

A similar trend was observed following the earthquakes in 2000, although the current increase in geothermal activity is far greater than it was then.

(
http://www.icelandreview.com/)

Wednesday, May 28, 2008

Gjafalisti / Gift list

Jæja þá er mánuður til stefnu og spenningur farinn að gera vart við sig.

Okkur sýnist flestir vera búnir að redda sér gistingu, en fyrir þá sem eiga enn eftir að panta þá ráðleggjum við að gera það hið snarasta. Herbergi verða enn frátekin á Gistiheimilinu Geysi fram yfir helgi en eftir það munu túristarnir geta ráðist á þau.

En þá er það gjafalistinn.

Við vorum að fá nýtt eldhús svo það væri gaman að fá einhverja fallega hluti til að fylla skápana og setja á borðið. Við erum með lista í:

Kúnigúnd, Laugavegi 53, s. 551 3469, www.kunigund.is: Glös, stell, hnífapör ofl.


Búsáhöld, Kringlunni, s. 568 6440, www.busahold.is: Pottar og pönnur ofl.


Gallerí Lind, Bæjarlind 3, Kópavogi, s. 555 7110, www.gallerilind.is: Gjafabréf uppí listaverk.


Grillbúðin, Hlíðamára 13, Kópavogi, s. 554 0400, www.grillbudin.is: Kolagrill.


Kaffifélagið, Skólavörðustíg 10, s. 520 8420, www.kaffifelagid.is: Kaffivél Rancilio Silvia.


Við værum einnig til í vönduð sængurföt, en við erum með eina tvíbreiða sæng 190 x 190 cm (2m x 2m).

Við setjum svo ítarlegri dagskrá fyrir daginn hér inn mjög bráðlega.

Við hlökkum til að sjá ykkur eftir mánuð!




One month to go now - and we're getting excited.

We have gift lists in several shops in Iceland. If you are interested in these, just contact us or our parents.

We have just had a new kitchen fitted so we wouldn't mind something nice to fill the cupboards and to put on the table.

Kunigund: glassware, tableware etc.


Busahold: pots and pans etc.


Galleri Lind: gift vouchers for a piece of art.


Grillbudin: coal BBQ


Kaffifelagid: coffee machine.


We would also like some nice bedding, we have one big duvet 190 x 190 cm (2m x 2m).

The wedding day programme will be posted here very soon.

And we look forward to seeing you in one month's time!

Sunday, May 18, 2008

Veislustjórar / Hosts

Við höfum fengið góða vini okkar, Arnar Frey Vilmundarson og Rúnar Pálmason, til að stjórna veislunni.

Báðir eru þeir afar miklir bullukollar en gríðarlega vel gefnir.
Okkur fannst þeir því tilvaldir í veislustjórn.

Arnar er mikill garpur en hefur að undanförnu vakið verðskuldaða athygli sem fjármálaspekúlant og "treider".
Kallinn kann karate, spilar á gítar, var fyrirliði B-liðs old boys Gróttu í handbolta og keyrði traktor áður en hann lærði að lesa.
Hans helsta afrek er þó að vera valinn bæði fegursti og sterkasti maður Nessins (samkeppnin var jú gríðarleg).
Síðan eru liðin mörg ár.

Sumum finnst hann nokkuð fyndinn.

Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð.
























Rúnar er nú eiginlega meiri garpur.
Þegar hann er ekki að hella í sig sénivér á blaðamannafundum í Karphúsinu unir hann sér best við tvísýnar aðstæður á hafi úti, ölduhæð minnst 3 metrar, þanglufsur í hárinu og hrognkelsi á sveimi.
Þessir kayak-kallar eru nettir nöttarar!

Nýlega hefur Rúnar fundið þörf fyrir að eyða frítíma sínum ofan í jökulsprungum á inniskónum einum fata.
Sálfræðingum hefur ekki enn tekist að finna skýringu á þessari hegðun.

Já sannkallaður járnkarl enda borðar hann helst gaddavír ofan á brauð.

Ég veit ekki til þess að hann hafi tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Býst nú eiginlega ekki við því.

Rúnar er vinstra megin á myndinni - eitthvað lemstraður á hægra auga.
Góður göngufélagi.




















Sem sagt góðir gaurar og afar sneðugir í þokkabót...svo þetta ætti allt saman að ganga prýðilega.

Þeir sem vilja hafa samband við veislustjóra skulu ekki hika við það. Þeir munu setja saman dagskrá kvöldsins.

Arnar: s. 8999893, arnarfv@hotmail.com
Rúnar: s. 8993745, runarp@mbl.is

Our party hosts will be two good friends of ours, Arnar and Runar.
They are typical crazy Icelanders. But due to their extreme talents, braveness and intelligence we think they are superbly fit to be hosts.
Arnar can boast of knowing karate, playing the guitar, being able to find his way through the complicated financial world and of having learnt to drive a tractor before learning to talk. He was also voted the most handsome and strongest man of Seltjarnarnes town (pop. 4,000) in his youth (the competition was of course, extremely fierce). He is even considered to be a pretty funny guy by some. But pictures say more than a thousand words (see above).
Runar is no less of a brave man. When he's not downing the drinks at press conferences he likes to head out to sea in his kayak in very risky weather (waves not under 3 metres high), with seaweed tangled in his hair and surrounded by lumpfish. Runar's latest craze is to spend all his free time down in glacier crevices, wearing only slippers. Psychologists have been unable to explain this peculiar behavour. We don't know if he's ever taken part in a beauty contest. We doubt it (despite his good looks). Above is a photo of Runar on a hiking trip, having hurt his right eye, poor thing. Hardy chap.
So...these guys surely must be able to handle a party.
Their contact information:
Arnar: tel. +354 8999893, arnarfv@hotmail.com
Rúnar: tel. +354 8993745, runarp@mbl.is

Thursday, May 1, 2008

Afþreyingarmöguleikar stóru helgina / Leisure ideas for the big weekend

Okkur langar að benda á að það er tilvalið, í tengslum við brúðkaup okkar, að gera aðeins meira úr helginni. Svæðið hefur jú uppá svo margt að bjóða. Við erum með eftirtaldar tillögur:

Ganga/pikknikk í Haukadalsskógi - eitt best geymda leyndarmál suðurlands. Þetta er elsta skógrækt ríkisins og því mjög gróinn og hár skógur. Hann var lengi vel lokaður almenningi þess vegna vita fáir um hann. Skemmtilegar gönguleiðir. Og bara 5 min akstur frá Geysi.

Svo er líka fjórhjólaleiga í Haukadalsskógi fyrir þá sem vilja meira aksjón - vrrroom!

Golfvöllurinn á Geysi. www.geysirgolf.is

Skoða Gullfoss - maður gerir það víst aldrei of oft...

Halda upp Kjöl og skella sér í náttúrulaugina á Hveravöllum - ahh. Eða kíkja í Kerlingafjöll. Nú eða halda áfram norður.

Sund í Reykholti - fín lítil laug algjör eðall að liggja í sólbaði í pottunum þar.

Á leiðinni til Reykjavíkur má svo fá sér humarsúpu á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Og labbitúr meðfram ströndinni þar, rómantískur og skemmtilegur staður.

We'd like to point out some places/activities of interest to our guests during our wedding weekend:

Keep on staring at Strokkur and wait for it to spout every 7 mins, that is, if you haven't had enough from the previous evening...

Admire the beautiful Gullfoss waterfall, just up the road from Geysir.

Take a walk/picnic in Haukadalsskogur forest. Yes we dare say forest as this is the oldest purpose-built forest in Iceland and actually, however unbelievably, just tall enough to be called a forest! It has some very nice walking paths. Only 5 mins drive from Geysir.

You can rent quad bikes in Haukadalsskogur forest as well - vrrrroom!

There is a golf course at Geysir too. www.geysirgolf.is

Head into the highlands to Hveravellir natural hot spring for bathing - beats the Blue Lagoon.

On the way back to Reykjavík you can stop for some delicious lobster soup at Fjorubordid restaurant in the seaside town of Stokkseyri. And take a walk along the nice little beach there. Bliss.



Friday, April 25, 2008

Gjafalisti ofl / gift list

Halló! Sumir hafa verið að spyrja útí gjafalistann okkar. Hann er ekki kominn en mun koma hingað á síðuna þegar nær dregur, þegar við erum búin að fara á stúfana...

Annars eru fjölmargir gestir búnir að staðfesta og við erum farin að hlakka verulega til. Gistingin á Hótel Geysi er nú fullbókuð en það eru enn til herbergi á Gistiheimilinu Geysi, og hinum stöðunum sem eru nefndir hér að neðan. Gistiheimilið er beint við hliðina á hótelinu og er nýuppgert og fínt. Það er einnig hægt að fá morgunmat á Hótel Geysi með okkur morguninn eftir þó maður gisti annarsstaðar (þarf bara að panta).

Annars lítur allt út fyrir að það verði GEYSImikil stemmning á tjaldstæðinu Geysi en nokkrir gestir hafa í huga að gista þar undir berum himni :)

Hi there! Some guests have been asking about our gift list. We haven't compiled it yet but we will publish it here closer to the date.

Saturday, April 19, 2008

Binni og Mæja gegnum árin...Binni and Maja through the years...

2001: Örlagaríkt kvöld / The party where we first met
Skemmtileg mynd, tekin í úrskriftarpartýi hjá Rúnari Pálmasyni vini okkar í október 2001. Þarna hittumst við fyrst. Þegar myndin var tekin þekktumst við ekki neitt en ef hún er skoðuð vel má greina lítinn neista rétt fyrir neðan ginglasið sem Úlli er að sveifla í takt við músíkina.

Af litlum neista verður oft mikið bál!
Eins og glöggt má sjá vorum við í góðu stuði þetta kvöld.

















2002 - 2003: Pint o' lager and a packet of crisps, please
Kvöld á ónefndum pöbb í Bristol (líklega eitt af eftirfarandi nöfnum: King's Head, Coach & Horses, Black Swan, White Lion) . Þessi mynd er nú ekki sérlega vel tekin og má kannski kenna um hressum og líklega ekki allsgáðum "vinum" sem við eignuðumst þetta kvöld, sem tóku myndina. En það sem er gott við þessa mynd er að hér má sjá gott dæmi af ekta-lókal pöbb í UK, en við eyddum ófáum kvöldunum og jafnvel dögunum á slíkum stöðum þegar við bjuggum þar og söknum þeirra mikið. Á myndinni er stemmningin eins og hún gerist best. Ferskur bjór í hendi, líklega eitthvað gott lag með Supertramp í djúkboxinu, fastakúnnarnir að tjatta við barþjóninn, lítil kúlheit í innréttingum og kúnnum (til hvers?), og ef menn rýna vel á krítartöflurnar þá má sjá að í boði er m.a.s. "all day breakfast" og "liver and onion". Gerist ekki betra.

















2005: (Mexican) Teenage Mutant Ninja Turtle
Hér erum við að berjast við risaskjaldböku í Mexíkó. Nei án gríns þá var þetta mögnuð upplifun, þ.e. fyrir okkur ekki fyrir skjaldbökugreyið eftir andlitinu á henni að dæma. Hún var bara að svamla um þarna í sjónum minding her own business eins og maður segir þegar við rifum hana upp til að...hmm... geta tekið mynd af okkur með risaskjaldböku. Nei nei. Við nýttum tækifærið og fórum í 6 vikna ferðalag um Mexíkó og Guatemala svona rétt áður en við fluttum heim í "pakkann". Magnað ferðalag. Myndin var tekin einhversstaðar í Kyrrahafinu, í alfaraleið kókaínsmyglara frá Kólumbíu. Látum það duga.



















2006: María María....camping tour (matching sunglasses and clothes not on purpose!)
Þórsmerkurferðalag sumarið 2006.
Ha? Hjónasvipur hvað?



















2007: Orðin þrjú / Three's company
Stolt með frumburðinn 3 vikna. Hann Sveinn Marinó okkar verður eins árs 2. júlí og mun tvímælalaust halda uppi rífandi stuði í Tungunum með okkur.

Sunday, April 6, 2008

Velkomin á síðuna okkar vinir og ættingjar nær og fjær! (English below)

Við vonum svo sannarlega að sem flestir sjái sér fært að mæta í Tungurnar og gleðjast með okkur á brúðkaupsdaginn okkar, þann 28. júní næstkomandi.

Tilgangurinn með þessari síðu er að veita ykkur nánari upplýsingar um tilhögun brúðkaupsins.

Athöfnin fer fram í Haukadalskirkju en það er lítil kirkja rétt hjá Geysi í Haukadal. Sagan á bakvið valið á þessum stað er sú að foreldrar Binna, Jón og Sigga, eiga sumarbústað í næsta dal, Helludal. Þar höfum við hjónaleysin eytt ófáum dögum á síðustu árum og eigum að öllum líkindum eftir að vera með annan fótinn þar á næstu árum og áratugum (þó eigi lengur sem hjónaleysi).

Dag einn í ágúst í fyrrasumar fórum við í göngutúr í hinum íðilfagra Haukadalsskógi og rákumst þar á þessa fínu litlu kirkju og féllum kyllliflöt fyrir henni. Kirkjan stendur við bæjarstæði gamla Haukadalsbæjarins þar sem búið var frá landnámi og fram á 20. öld. Nú stendur kirkjan ein eftir.















Veislan verður haldin á Hótel Geysi sem er í 2km fjarlægð frá kirkjunni. Í veislusalnum er prýðisgott útsýni yfir hverasvæðið og í tilefni dagsins ætlar staðarhaldari að henda 100kg af grænsápu í Geysi gamla og fá hann þannig til að gjósa! Strokkur þarf enga hjálp.

Til gamans má geta að myndin á boðskortinu sem ykkur hefur borist sýnir allt "sögusviðið" þ.e. kirkjuna, gamla Haukadalsbæinn og Beiná sem rennur þar hjá. Geysissvæðið sjálft er í bakgrunni og lengst til hægri sést svo inní Helludal. Hinir prúðbúnu sveitungar í forgrunni myndarinnar eru augljóslega í góðum gír og til í að sletta úr klaufunum. Við ættum að taka þau okkur til fyrirmyndar.

Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar um gistinguna sem í boði er. Smátt og smátt munum við svo setja hér inn nánari upplýsingar um praktíska (og jafnvel ópraktíska) hluti. Svo kíkið reglulega hingað inn. Í millitíðinni, ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið þið bara samband.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Mæja og Binni

Nánar um gistinguna

Við vonum að sem flestir geti gist á svæðinu að veisluhöldum loknum. Það er auðvitað tilvalið að gera skemmtilega helgi úr þessu. Hér eru nánari upplýsingar um þá kosti sem eru í boði.

Hafið beint samband við gististaðina til að panta, ekki okkur, til að koma í veg fyrir rugling.

Gistingin á Hótel Geysi er í litlum húsum rétt við hótelið, 2 herbergi í hverju húsi.
Herbergið er á 12.000kr fyrir tvo (10.000 fyrir einn) með morgunverðarhlaðborði.
Hægt er að bæta við aukarúmi (fyrir einn fullorðinn) og þá er verðið 15.250 fyrir þrjá í herbergi með morgunverðarhlaðborði.
"Lúxus"herbergi er á 15.000 fyrir tvo með morgunverðarhlaðborði, fyrir þá sem vilja hafa það extra náðugt.

Hafið samband í síma 480 6800 eða á geysir@geysircenter.is til að bóka (n.b. það þarf ekki endilega að tala við Mábil, skipuleggjarann okkar, aðrir starfsmenn hótelsins geta að sjálfsögðu tekið við bókunum).

Gistiheimilið Geysir
Gistiheimilið er alveg við hliðina á hótelinu, nýuppgert og huggulegt. Double og twin herbergi í boði. Verð 10.100kr án morgunverðs (hann er 900 kr auka).
Hafið samband við Ágústu, gsm 893 8733 eða á info@geysirgolf.is.

Staðsett í Brattholti, 7 min akstur frá Geysi.
2ja manna herbergi 16.000kr með morgunverði, eins manns 11.000, 3ja manna 19.500.
s. 486 8979, info@hotelgullfoss.is.

Húsið, Reykholti (20 min akstur frá Geysi)
7.500 kr fyrir 2ja manna herbergi án morgunmats (hann er 1.200 auka). S. 486 8680, husid@best.is.

Svo má nefna að sniðugt gæti verið að dvelja í sumarbústað, þeir eru jú fjölmargir þarna í grenndinni. Að ógleymdu tjaldstæðinu á Geysi fyrir þá ævintýragjörnu :) Það kostar bara 800 kr nóttin en þarf ekki að panta fyrirfram.

Hægt er að gista annarsstaðar og koma samt í morgunverðarhlaðborðið á Hótel Geysi, þar sem við brúðhjónin verðum. Hann þarf bara að panta fyrirfram (1.150 kr).

Gistinguna þarf að panta fyrir 28. maí (herbergi eru frátekin fyrir hópinn til þess tíma á öllum þessum stöðum nema Hótel Gullfossi). Athugið að takmarkaður fjöldi herbergja er í boði á hverjum stað fyrir sig, en það á að vera næg gisting fyrir alla á þessum stöðum samanlagt. Ef fólk verður mjög dreift þá ætlum við að athuga hvort að hægt sé að fá einhvern til að skutla fólki á sinn gististað eftir veisluna til að það þurfi ekki margir að vera á bílum - við látum vita.

Dear friends and family abroad - welcome to our wedding website

We sincerely hope that as many of you as possible will be able to celebrate with us on our wedding day, 28th June. The purpose of this website is to inform you in more detail about the wedding.

The ceremony will take place in Haukadalskirkja church, a little church located near the world-famous Geysir hot spring, a 1 1/2 hours drive from Reykjavik. (Dear old Geysir sadly doesn't spout anymore but his little brother Strokkur does every 10 minutes or so, so don't worry!).

The reason why we chose this place is that Binni's parents own a summer house in the area and we have spent so many great holidays here.

You can see the church and the old farm which used to stand beside it on the front of the invitation card, with the Geysir area in the background. The people in the image are obviously having a good time too, as we are planning to imitate of course!

The reception will be held at Hotel Geysir, which is located about 2km from the church. There is a great view of the hot spring area from the reception room, so when you return home you can boast about not only having seen the hot spring Strokkur explode 2 or 3 times like the average tourist, but for a whole evening!

Here is some more information about the accommodation. Please book directly, not through us.

The accommodation here is in separate little houses, 2 rooms per house.
Double room 12.000 ISK incl breakfast buffet. It's possible to get extra beds for a small extra charge.
"Deluxe" room 15.000 ISK incl breakfast buffet.

Call +354 480 6800 or e-mail geysir@geysircenter.is to book (our wedding planner's name is Mabil, but other staff can administer the booking as well).

Geysir Guesthouse
The guesthouse is right next to the hotel. Double and twin rooms, 10.100 ISK without breakfast (an extra 900 ISK). Contact Agusta, tel +354 8938733 or info@geysirgolf.is to book.

Located 7 mins drive from Geysir.
Double/twin room 16.000ISK incl breakfast, single 11.000, 3 people 19.500.
Tel: +354 486 8979, info@hotelgullfoss.is.

Husid (The House), Reykholt (20 mins drive from Geysir)
7.500 ISK for a double room without breakfast (1.200 extra). Tel. +354 486 8680, e-mail: husid@best.is.

Then there's the campsite of course, for the adventurous folks :) It's only 800 ISK and no need to book.

Note that it's possible to stay elsewhere but to still have breakfast at the hotel where we will be staying. You just need to book ahead (1.150 ISK).

Accommodation needs to be booked by 28th May (we have reserved rooms for guests until that time at all of the places except Hotel Gullfoss where it's not possible).
We'll be adding more information here from time to time, so check regularly for updates. In the meantime, if you have any questions, please contact us. We look forward to seeing you in June!

Maja and Binni.